Við erum..

Við erum mannfólk

Við erum jarðarbúar

Við erum afríku/evrópu búar

Við erum Íslendingar/Marokkóbúar

Við erum múslimar

Við erum eitt og við erum sex

í bili..

Við erum fjölskylda

Við erum oftast öðruvísi, hvar sem við stoppum við.

Við erum flökkulýður

Við erum utangarðsmenn

en við kjósum það heldur en hinn kostinn

Við erum sígunar

Við erum ekki hefðbundin

en samt frekar eðlileg

Við erum farands fuglar

við ferðumst suður þegar tekur að kólna

Við erum húsbílapakk

Við erum án fastrar búsetu

Við erum söngfólk og kokkar

Við erum allt ofantalið, en við erum ekkert af því.

Við erum fólk sem reynir að fylgja sannfæringu sinni

Við erum fólk sem trúir á

Alltaf þurfum við að skilgreina okkur, með því sem heimurinn speglar.

Við erum aðeins sálin að innra, alheimurinn innra.

57 views
  • Black Instagram Icon
  • Black Facebook Icon
  • Black Pinterest Icon